Vel heppnuð afmælishátíð að baki

posted in: Óflokkað | 0

Hátíðarsamkoma vegna 90 ára afmælis SÍK í ár var haldin sunnudaginn 20. október í Lindakirkju og var sótt af um 300 manns. Dagskráin var fjölbreytt og margir hafa haft orð á því hve vel hafi tekist til. Í samskot komu á 4 hundrað þúsund krónur. Við þökkum öllum sem glöddust með okkur þennan dag. Kynnar á samkomunni voru formenn kristniboðsfélaga karla og kvenna í Reykjavík, þau Elísabet Jónsdóttir og Halldór Konráðsson. Á meðfylgjandi mynd sést einnig vegleg blómaskreyting sem barst frá KFUM og KFUK á Íslandi en mikið samstarf hefur verið á milli þessara samtaka í áratugi.