Undirbúningur Pak7 langt kominnn

Á næsta ári fer starf PAK7 af stað með dreifingu sjónvarps innan Pakistan með áherslu á kærleika Guðs. Hugsunin er að styðja við bakið á kristnu fólki sem oft er á jaðri samfélagsins, efla innlenda kirkju og kynna fyrir öðrum um hvað kristin trú snýst. SÍK styður við PAK7 með fjárframlagi upp á 375.000 krónur í ár. Fjármunirnir fara í undirbúning, m.a. þjálfun heimamanna í dagskrárgerð, myndatöku og klippingu, hljóðblöndun og fleira sem snýr að tæknimálum. Dagskrárgerð er í höndum heimamanna að mestu leyti og er samkirkjulegt starf þeirra kirkna sem vilja vera með.  Viltu styðja við starf PAK7. Gefðu þá gjöf á 0117-26-002800 kt. 5502694149 og merktu gjöfina PAK7.