Samkomur og fundir falla niður vegna samkomutakmarkanna

Vegna samkomutakmarkanna fellur samkoman niður sem vera átti miðvikudaginn 31. mars. Fram til 15. apríl amk. gerum við ráð fyrir að streyma aðeins samkomum á netinu og þá annan hvern miðvikudag eins og verið hefur að undanförnu.

Enn er stefnt að aðalfundi 21. apríl en verður endurskoðað í ljósi reglna sem gilda munu frá 15. apríl.

Allir fundir hjá Kristniboðsfélagi karla falla niður um óákveðinn tíma þ.m.t. afmælisfundurinn sem áætlaður var 24. apríl.