Samkoma miðvikudag 28. nóvember

Miðvikudaginn 28. nóvember er að venju samkoma í Kristniboðssalnum kl. 20. Hugleiðingu hefur Haraldur Jóhannsson læknir. Kynntar verða hugmyndir um 90 ára afmælisár Kristniboðssambandsins 2019, auglýst eftir fleirum og umræður um málið.  Kaffi og meðlæti frá Mosfellsbakaríi eftir samkomuna. Allir eru hjartanlega velkomnir.