Mikill fjöldi nemenda í íslenskukennslu

Íslenskukennslan í Kristniboðssalnum fór af stað aftur nú í vikunni og er fjöldi nemenda gífurlegur. Vel yfir 100 eru skráðir og nú í vikunni hafa nemendur verið yfir 70 í hvorum tíma auk barna. Við erum þakklát fyrir góðan og öflugan hóp sjálfboðaliða sem tekur þátt í kennslunni en ef fram heldur sem horfir er ekkki vanþörf á fleirum. Ef þú eða einhver sem þú veist um hefur áhuga á að leggja okkur lið má hafa samband við Helgu Vilborgu í gegnum netfangið helga.vilborg@sik.is eða hringja á skrifstofuna í síma 533 4900. Kennslan fer fram í Kristniboðssalnum á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9:30- 11:30