Lokasamkoma kristniboðsviku 2021 sunnudaginn 14. mars kl. 13 í Íslensku Kristskirkjunni

Á morgun, sunnudaginn 14. mars lýkur kristniboðsviku með samkomu í Íslensku Kristskirkjunni, Fossaleyni 14 í Grafarvogi (rétt hjá Egilshöllinni) Ræðumaður verður Fanney Ingadóttir kristniboði sem talar frá Noregi þar sem hún er búsett. Einnig fáum við kveðjur frá Janet og Mehran sem eru kristniboðar meðal flóttamanna í London og frá Andrew Hart, framkvæmdastjóra Pak7 sjónvarpskristniboðsins. Ungmenni úr Kristskirkjunni flytja tónlist og leiða lofgjörð.