Nýtt æskulýðsstarf fyrir börn hefst 12. september

Klúbburinn, æskulýðsstarf fyrir börn í 6.-8. bekk hefur göngu sína fimmtudaginn 12. september kl 18. Samverur verða aðra hverja viku kl. 18-19:30 í húsakynnum Kristniboðssambandins, Háaleitisbraut 58-60, 2. hæð. Biblíusögur, bænir, leikir, föndur og margt fleira þátttakendum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar hér: www.sik.is/born-og-ungmenni/ og í síma 5334900.

Umsjónarmaður Klúbbsins er Ólafur Jón Magnússon, sérsþjónustuprestur og starfsmaður SÍK. Hægt er að senda honum fyrirspurnir á olafur@sik.is.