Samkoman í kvöld verður helguð Japan og er í umsjón unga fólksins. Gestur okkar, Eivind Jåtun, sem starfar sem svæðisstjóri NLM fyrir Japan og Kína, leiðir okkur í allan sannleikann um kristniboð í Japan, áskoranir og tækifæri. Við fáum fréttir af tveimur íslenskum kristniboðum þar. Stundin verður í samstarfi SÍK, UNIK (Unglingastarf Íslensku Kristskirkjunnar) og Fíló (Unglingastarf Fíladelfíu). Lofgjörðarband Fíló sér um tónlistina.
Allir velkomnir.
Sjáumst í kristniboðssalnum í kvöld, föstudag 28. feb., kl. 20:00.