Haustmarkaður laugardaginn 14. september kl 11-15

posted in: Heimastarf | 0

Árlegur haustmarkaður Kristniboðssambandsins verður í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, á morgun, laugardaginn 14. september kl. 11-15. Til sölu er grænmeti, sultur, alls kynns pakka-, krukku- og dósamatur, kjúklingar og fleira til heimilisins, svo sem kerti, servíettur og fleira. Þá veðra til sölu nýbökuð súrdeigsbrauð. Allt á góðu verði og sumt á mjög góðu verði. Mest vöruúrval er eðlilega í upphafi markaðarins. Einnig má staldra við og fá sér kaffi og vöfflur. Innkoman rennur til að fjármagna hlut SÍK í skólaverkefnum í Keníu, byggingu 4 heimavista við framhaldsskóla og styrki til að greiða skólagjöld stúlkna, en Utanríkisráðuneytið styrkir verkefnin um 80%.