Categories
Fréttir

Eþíópíukvöld á kristniboðsviku

Nú styttst í kristniboðsvikuna og dagskráin verður birt hér á næstu dögum. Við viljum vekja athygli á því að á miðvikudeginum 11. mars kl 19:00, verður Eþíópíukvöld þar sem boðið verður upp á eþíópskan mat. Miðinn á eþíópíukvöldið kostar 3900 og er innifalið matur, gos og kaffi og einnig gildir miðinn sem happdrættismiði. Hægt er að kaupa miða á skriftofu SÍK Háaleitisbraut 58- 60 2. hæð. Einnig má hringja í síma 533 4900 eða senda tölvupóst á sik@sik.is og ganga frá greiðslu í gegnum síma eða með millifærslu. Eþíópíukvöld eru alltaf vinsæl og hvetjum við áhugasama því til að tryggja sér miða sem fyrst.