Categories
Óflokkað

Aðalfundur SÍK, 15. maí – STARFSSKÝRSLA

Aðalfundur SÍK verður haldinn 15. maí nk. Hann hefst klukkan 18 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58, 3. hæð. Stjórnin leggur til eftirfarandi viðbót við samþykktir SÍK, að við 8. grein komi liður c) sem segi: „Verði SÍK lagt niður skulu eignir þess renna til sams konar eða svipaðrar starfsemi.“ Hér gefur að líta starfsskýrslu ársins: Starfsskýrsla SÍK […]

Categories
Óflokkað

Bænasamkoma í kvöld

Samkoma í kvöld (miðvikudag) kl. 20 í Kristniboðssalnum. Ræðumaður: Hermann Bjarnason, hann fjallar um valda persónu úr Biblíunni. Kaffi og með því að samkomu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin í Kristniboðssalinn, Háaleitisbraut 58, 3. hæð.

Categories
Óflokkað

Fréttabréf SÍK

Nýjasta tölublað Kristniboðsfrétta hefur nú vonandi borist öllum áskrifendum. Ef blaðið hefur ekki skilað sér til einhverra þá þætti okkur vænt um skilaboð þess efnis á kristjan@sik.is eða í síma 533 4900. Allt að einu þá er blaðið hér fyrir neðan á rafrænu formi. Njótið lestursins. Kristniboðsfréttir 1. tölublað 2019

Categories
Óflokkað

Gestir frá Podas biblíuskólanum

Í dag fengum við góða og afar músíkalska gesti frá Podas biblíuskólanum í Færeyjum. Þau munu gera víðreist næstu daga í fylgd með fulltrúum Kristniboðssambandsins. Í dag fara þau og syngja fyrir íbúa á Hrafnistu þaðan sem leiðin liggur á Litla-hraun. Á morgun verða þau með stund á dvalarheimilinu á Stykkishólmi og í beinu framhaldi […]

Categories
Óflokkað

Ruth og Billy Graham

Billy Graham er látinn, 99 ára að aldri. Enginn hefur boðað fleirum fagnaðarerindið en Billy Graham. Að baki þessum stórmerka manni stendur jafn merkileg kona. Bókin fjallar um Ruth ekki síður en Billy Graham og svarar spurningunni um það hvers vegna Ruth og Billy höfðu svona mikil áhrif. Frásagan af lífshlaupi hjónanna er hvatning til […]