Áhrif samkomubanns

posted in: Óflokkað | 0

Ýmsar breytingar verða nú á fyrirhugaðri dagskrá á vegum SÍK vegna samkomubanns sem gengur í garð aðfaranótt mánudags.

Kristniboðsvikunni lýkur með þessum hætti: Samkoma verður í kvöld samkvæmt dagskrá (sjá aðra frétt) og kaffi á eftir með sérstökum varúðarráðstöfunum. Fyrirhuguðum tónleikum á morgun hefur verið frestað. Guðsþjónusta verður í Grensáskirkju á sunnudag, eins og ráðgert var en hvorki altarisgangga né kirkjukaffi. Stefnt er að því að streyma báðum viðburðum, í kvöld og á sunnudag, alla vega prédikun, á Facebook síðu SÍK sem er öllum opin, hvort sem fólk er skráð á Facebook eða ekki (facebook.com/kristnibod/).

Samkomuhald og íslenskukennsla fellur niður frá mánudegi næstu fjórar vikur. Efni sem verður aðgengilegt á vefnum í stað þess (íslenskukennsla og samkomur/fræðsla) verður kynnt hér á síðunni ef af verður.