Aðventukvöld Kristniboðsfélags karla 10. desember

Aðventufundur Kristniboðsfélags karla, sem er öllum opinn, óháð kyni og aldri, verður mánudaginn 10. desember kl. 19 í Kristniboðssalnum. Fundurinn hefst með borðhaldi, úrvals lambapottrétti, og kostar 2.500 á mann. Að loknum matnum flytur séra Frank M. Halldórsson hugleiðingu. Skráning fer fram á skrifstofu SÍK, sími 533 4900 eða með tölvuposti á sik@sik.is. Skráningu lýkur föstudaginn 7. desember á hádegi.