Aðalfundur að baki. Starfsskýrsla 2020-2021

posted in: Óflokkað | 0

Aðalfundur SÍK var haldinn á miðvikudag og sóttu hann rúmlega 30 manns. Þar var m.a. skýrsla stjórnar vegna starfsársins 2020-2021 lögð fram og kynnt og er nú aðgengileg hér að neðan. Á fundinum var samþykkt samhljóma stuðningur við áherslu stjórnar og starfsmanna á fjölmenningarsstarf hér á landi sem jafnast á við kristniboðsstarf þvert á menningarheima. Hermann Bjarnason, sem verið hefur gjaldkeri um nokkurt skeið, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en Katrín Ásgrímsdóttir var kjörin í aðalstjórn í hans stað. Varamenn voru kjörnir þeir Sigurður Pálsson og Sveinn Jónsson, en Willy Petersen og Sigrún Jóhannesdóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs.

Smelltu á skýrsluna til þess að lesa!