Von í stað ótta

Forbidden-hand-logo-on-set2Bannað er nafn á þætti á Sat-7 sjónvarpsstöðinni sem sendir út á arabísku. Þátturinn fjallar um viðkvæm og umdeild mál í arabískri menningu út frá kristnu sjónarhorni, má þar nefna umræður um ættleiðingar, mansal, trúskipti og kynferðislegt ofbeldi. Um slík mál hefur ekki mátt ræða í hinum arabíska menningarheimi.

Stjórnandi þáttarins, dr. Imed Dabbour, segir áhorf hafa aukist gríðarlega. „Þegar við hófum að senda út þáttinn Bannað og fólk þekkti mig á götu kom það með móðgandi og niðrandi athugasemdir. Ef fólk sér mig í dag vill það fá að taka mynd af mér! Viðhorfin hafa gjörbreyst. Undanfarið höfum við náð mikilli athygli með umræðu um frelsi til að trúa því sem maður telur rétt.“

Dr. Imed Dabbour, stjórnandi þáttarins Bannað.

Dr. Imed Dabbour, stjórnandi þáttarins Bannað.

Dr. Dabbour segir að frelsi til að trúa sé framandi hugsunarháttur þar sem í arabískri menningu sé litið svo á að maður fæðist til ákveðinnar trúar. Margir líta á trúskipti sem guðlast og afbrot og í sumum löndum liggja viðurlög við því. Í þættinum Bannað er rætt opinskátt og af yfirvegun um þetta og önnur viðkvæm umdeild mál.

Sat-7 hefur að markmiði að veita kirkjum og kristnu fólki í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku tækifæri til að vitna um Jesú Krist í gegnum áhugavekjandi, upplýsandi og menntandi sjónvarpsstöð. Þetta verður ekki gert með hatri eins og fyrstu gagnrýnendur þáttarins óttuðust. Eina leiðin til að gera þetta er að kynna kærleika og fyrirgefningu Krists og láta þá sem leita huggast.

„Með því að sýna kærleika Jesú, án þess að ráðast á trú annarra, er lykillinn að góðum árangri þáttarins.Viðbrögðin eru gífurleg. Ótti er að breytast í von“, segir Dabbour að lokum.

Sat-7 hefur áhrif á viðhorf manna til kirkjunnar og Krists. Dr. Terence Ascott, stofnandi Sat-7, segir: „Við horfum til barnanna þegar kemur að viðhorfsbreytingum. Við viljum sýna þeim jákvætt fordæmi svo persónuleiki þeirra þroskist á heilbrigðan hátt.“

Þættir stöðvarinnar ná til ungs fólks. Samkvæmt könnun horfa um 10 milljónir barna og unglinga undir 16 ára aldri reglulega á barnarás Sat-7. Þetta er arabaheimur framtíðarinnar – vonin um jákvæðar breytingar í þessum heimshluta.

(Heimild: Sat7)