Vistnisburðarsamkoma 11. ágúst

Miðvikudaginn 11. ágúst kl. 20 verður samkoma í Kristniboðssalnum. Við heyrum fréttir frá Eþíópíu og boðið verður upp á tækifæri til vitnisburðar. Það er uppörvandi og mikil blessun bæði að fá að deila með öðrum því sem við höfum fengið að upplifa á göngunni með Guði og eins að heyra vitnisburð trúsystkina.

Eftir samkomuna verður heitt á könnunni.