Viltu taka þátt í að gefa flóttafólki eftirminnilegan dag?

Kæru kristniboðsvinir 🙂Nú er íslenskukennslunni að ljúka fyrir sumarið og okkur langar mikið til að bjóða nemendum okkar í vorferð. Flestir nemendanna í vetur eru flóttafólk sem hefur lítið á milli handanna og fæst þeirra hafa séð meira af landinu en flugvöllinn og svo höfuðborgarsvæðið. Þetta felur í sér töluverðan aukakostnað fyrir okkur svo okkur langar að athuga hvort einvherjir gætu hugsað sér að styrkja ferðina sérstaklega en kostnaður við hana er áætlaður um 130 þúsund. Munum að margt smátt gerir eitt stórt 🙂 Styrki má leggja inn á gjafareikning Kristniboðssambandsins 0117- 26- 002800 kt. 550269- 4149 og merkja „íslenskukennsla“

Fyrirfram þakkir og blessunarkveðjur