Í janúar verður boðið upp á kynnisferð til Pókot í Keníu með Kjartani Jónssyni sem fararstjóra en hann starfaði um árabil á svæðinu, þekkir því vel til og er með doktorspróf á sviði mannfræði í menningu Pókotmanna. Hefur hann farið nokkrar kynnisferðir á liðnum árum og sérstaklega boðið prestum að koma með sér og fleirum þeim tengdum.
Nú er í undirbúningi ný ferð í janúar, með svipaðri dagskrá, þ.e. skoðunarferðum í Nairobi, heimsókn í þjóðgarðinn Masai Mara og 6 nátta dvöl í Kapenguria, Pókothéraði. Miðað er við allt að 12 manns, um það bil tvær vikur og brottför 8. eða 9. janúar. Kostnaður við ferðina er áætlaður, fyrir utan flugferð suður eftir, bólusetningar og landvistarleyfi, kr. 250- 275.000 og stendur undir ferðalögum, gistingum, mat að mestu og aðgangseyri í þjóðgarðinn. Flug hefur hækkað í verði og erfitt að segja með verðlag þess í haust en reikna má með hátt í 200 þúsund krónum í það.
Áhugasamir geta skráð sig hjá Kjartani með netfanginu kjartan34@gmail.com eða hringt í síma 863 2220. Meðal þátttakenda í síðustu ferð var séra Örn Bárður Jónsson og má lesa um reynslu hans í nýútkomnum Kristniboðsfréttum (rafræn útgáfa komin en prentuð væntanleg í næstu viku).