Viltu gerast sjálfboðaliði?

Vilt þú leggja kristniboðsstarfinu lið með því að gerast sjálfboðaliði? Það er í mörg horn að líta í starfinu okkar hér heima og okkur vantar fleiri sjálfboðaliða til að leggja hönd á plóg.

Okkur vantar m.a:

Leiðbeinendur í íslenskukennslu (helst á fimmtudagsmorgnum eins og er )

Umsjón með kaffi fyrir íslenskukennslu á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum

Íslenskuvini, leiðbeinendur sem hitta íslenskunema eftir samkomulagi og hjálpa þeim að æfa sig að tala.

Umsjón með kaffi eftir samkomur á miðvikudagskvöldum uþb. einu sinni í mánuði

Létt þrif í Kristniboðssalnum einu sinni til tvisvar í viku

Afgreiðsla á Basarnum nytjamarkaði Austurveri (vantar í augnablikinu á föstudögum)

Að auki eru tilfallandi verkefni sem okkur vantar oft sjálfboðaliða í og hægt að skrá sig á lista þannig að við getum haft samband við viðkomandi. Meðal verkefna er „Látum skóna ganga aftur“

Ef þú vilt leggja okkur lið eða vita meira vinsamlegast hafðu samband við Helgu Vilborgu í gegnum netfangið helga.vilborg@sik.is eða í síma 533 4900