Vilt þú styrkja íslenskukennsluna ?

Eins og margir vita þá býður Kristniboðssambandið upp á ókeypis íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þörfin er mikil og nú þegar eru á níunda tug nemenda skráðir á þrjú námskeið sem við bjóðum upp á fyrir áramót og á hverjum degi bíða nýjar fyrirspurnir í pósthólfinu. Vegna samkomu og fjarlægðartakmarkanna höfum við þurft að gera töluverðar breytingar á kennslunni og sumt hefur haft aukinn kostnað í för með sér. Eitt af því eru kaup á litlum tússtöflum fyrir sjálboðaliða svo þeir geti haldið tilskilinni fjarlægð við nemendur í hópþjálfun. Nú langar okkur að athuga hvort einhverjir gætu hugsað sér að styrkja þetta mikilvæga starf með því að kaupa tússtöflu eða gefa styrk upp í þau kaup. Hver tafla kostar 3700 kr og þurfum við amk. 6 töflur fyrir kennsluna. Framlag í þetta verkefni má leggja inn á reikning Kristniboðssambandsins 0117- 26- 002800 kt. 550269- 4149 og merkja „Tússtafla“ Með fyrirfram þökk og bæn um Guðs blessun