Verið stöðug í bæn fyrir Sat-7 í Egyptalandi

posted in: Fréttir | 0

Sat-7 starfsfólk í EgyEkkert nýtt hefur gerst í máli Sat-7 í Egyptalandi síðan fulltrúar egypskra yfirvalda réðust inn í kvikmyndaverið þann 10. október.
Lögreglan er enn með tæknibúnað sem lagt var hald á og því er starfsemin enn að nokkru leyti lömuð. Ekki er hægt að senda út neinar beinar útsendingar og upptaka nýrra þátta er lítil.
Ritskoðunardeild ríkisins lagði m.a. hald á sjónvarpssendi, myndavélar og allar tölvur sem notaðar eru til að undibúa upptökur til sýninga. Yfirmaður stöðvarinnar, Farid Samir, var tímabundið í varðhaldi og á enn yfir höfði sér ákæru. Saksóknari hefur ekki enn tjáð Sat-7 hvort málið fari fyrir dómstóla eða verði látið falla niður. Lögfræðingar vinna hörðum höndum fyrir sjónvarpsstöðina.
Áhorfendur í Egyptalandi senda stöðugt stuðningsyfirlýsingar til stöðvarinnar. Til að sýna stuðning í verki hafa margir breytt forsíðu sinni á fésbókinni og nota þar merki Sat-7.
Starfsfólk stöðvarinnar les og hugleiðir Postulasöguna í Nýja testamentinu. Þar segir í 4. kafla að Pétur og Jóhannes hafi verið látnir lausir eftir að þeir boðuðu upprisu Krists. Þeir hrópuðu til Guðs og hann fyllti þá heilögum anda. Egypsku starfsmennirnir biðja um leiðsögn. Haldið áfram að biðja fyrir þeim, að þeir verði uppörvaðir og finni frið Guðs í hjarta sér.
Farid Samir segir: „Guð er að sameina kirkju sína sér til dýrðar. Heilagur andi lokar dyrum og opnar nýjar. Það kemur eitthvað gott út úr þessu. Við stöndum á bjargi, bjargið er Jesús.“