Vegleg minningargjöf um Magnús Kristinsson forstjóra

posted in: Óflokkað | 0

Gréta Bachmann, eftirlifandi eiginkona Magnúsar Kristinssonar forstjóra, færði í dag Kristiboðssambandinu eina milljón króna til minningar um eiginmann sinn sem lést í febrúar síðastliðnum, 95 ára að aldri. Þau hjónin voru virk í kristniboðsfélaginu Vorperlu og lögðu starfinu lið með margvíslegum hætti í áratugi. Magnús sat í mörg ár í fjáröflunarnefnd og sinnti eftirfylgd við gjafakerfi sem nefndin kom á fyrir aldamótin af einstakri trúmennsku. Stjórn og starfsmenn þakka fyrir hönd Kristniboðssambandsins fyrir gjöfina og þann hlýhug til starfsins sem að baki liggur. Drottinn blessi minningu Magnúsar Kristinssonar og ástvini alla.