Categories
Fréttir

Útvarpsskristniboð í 60 ár

10498168_617280651702431_9197909342966910210_oNorska kristniboðssambandið (NLM) hófu fyrstu kristilegu útvarpssendingu Norea árið 1956 eða fyrir 60 árum. Hátíðarhöld í tilefni af tímamótunum verða haldin í Kristiansand í október á þessu ári.

Þátturinn Von kvenna, öðru nafni Hönnu verkefnið, er útvarpsþáttur fyrir konur. Leitast er við að uppörva og hjálpa konum, bæði andlega og líkamlega. Markmiðið er að konur kynnist trúnni á frelsarann, Jesú Krist og skilji að þær eru dýrmætar í augum Guðs. Hver þáttur er aðlagaður því landi sem hann er sendur til. Þættirnir eru sendir út á 65 tungumálum til 120 landa.

Í þáttunum Von kvenna til Sómalíu er áhersla lögð á fræðslu um heilsu og hreinlæti, svo og ýmislegt tengt kristni. Framleiðendur þáttanna eru í sambandi við marga áheyrendur á Facebook sem spyrja spurninga um kristna trú. Á þann hátt tengjast miðlarnir, útvarp og net.

Nýlega hittu starfsmenn Norea konu frá Sómalíu. Hún heitir Faisha en býr ekki í Sómalíu núna. Hún hlustar þó alltaf á þættina. Hún segist þekkja marga sem hlusta reglulega á þættina og telur þá vinsæla vegna þess að þeir fjalla um konur og börn sem þjást.

Sjálf hefur Faisha kynnst erfiðleikum. Foreldrar hennar komu til Noregs sem flóttamenn þegar hún var á öðru ár. Þegar hún var 13 ára var henni sagt að hún ætti að fara í sumarfrí til Sómalíu en raunveruleg ástæða var að foreldrar hennar voru áhyggjufullir vegna þess að hún átti kristnar vinkonur.

Henni var haldið fanginni í Sómalíu og hún fékk mikla og stranga kennslu í Kóraninum. Þegar hún var 17 ára tókst henni að flýja til nágrannalands. Þar tók hún kristna trú og eignaðist kristinn eiginmann. Þrátt fyrir að kristnir Sómalar verði fyrir miklum ofsóknum óttast Faisha ekki.

Kristin trú er ekki leyfð í Sómalíu. Þar starfa því neðanjarðarkirkjur þar sem kristið fólk hittist á laun í heimahúsum. Kristið fólk í Sómalíu eru stöðugt í lífshættu vegna trúar sinnar en vill ekki afneita henni. Biðjum fyrir kristnu fólki í Sómalíu. Biðjum að margir mættu uppörvast af að hlusta á kristilegar útvarpssendingar Norea.

Kristniboðssambandið styður kristilegar útvarpssendingar Norea til barna og unglinga í Kína.

(Heimild: Utsyn 07.2016)