Categories
Fréttir

ÚTVARPSKRISTNIBOÐ. KRAFTAVERK Í MIÐ-ASÍU.

ÚtvarpskrÚtvarpshlustandi í landi í Mið-Asíu sat í rútu og las í Nýja testamentinu. Við hlið hennar sat önnur kona. „Þetta er Nýja testamentið sem þú ert með“, sagði hún. „Ég hef leitað lengi að Guðs orði – má ég fá það lánað, svo ég geti lesið í því?“ Hún fékk bókina lánaða með því skilyrði að henni yrði skilað strax aftur.

Handjárnuð

Ungur maður sat fyrir aftan konurnar í rútunni og heyrði samtal þeirra. Hann var lögreglumaður. „Þetta er áróðursrit“, sagði hann hvössum rómi. „Það er bannað að eiga Nýja testamenti í landinu okkar.“

Hann skipaði eiganda bókarinnar að koma með sér á lögreglustöðina til að gefa skriflega skýrslu. Hann skipaði bílstjóranum að aka þeim þangað. Konan varð hrædd er lögreglumaðurinn handjárnaði hana og færði hana í fangaklefa.

Fangelsisdyrnar opnast

Konan hrópaði til Guðs og kraftaverk gerðist. Hún bað: „Guð, ég er nýkomin til trúar á þig og nýfarin að lesa í Orði þínu. Hvað er að gerast? Hjálpaðu mér!“

Og Guð svaraði henni. Skyndilega opnuðust dyrnar á klefanum. Lögreglumaðurinn varð óttasleginn þegar hann sá það sem gerðist og skipaði konunni út og bað hana að hafa Nýja testamentið með sér.

Kristið fólk í Mið-Asíu mætir ýmsum erfiðleikum. Því er bannað að boða fagnaðarerindið opinberlega. Kristið fólk sem á Biblíur eða aðrar kristilegar bókmenntir er sektað. Á mörgum stöðum eru menn hræddir við að lesa í Biblíunni svo andleg fæða á bylgjum ljósvakans er lífsnauðsynleg. Kristniboðssambandið styður útvarpsstöðina Norea sem sendir út kristilega þætti til Mið-Asíu sem kallast Von kvenna. Í þáttunum er fræðsla um kristna trú, uppörvun og hvatning til trúaðra sem búa í landi þar sem hótanir og ritskoðun er hluti hins daglega lífs.

(Heimild: norea.no)