Útvarpskristniboð hefur áhrif

posted in: Óflokkað | 0

MaraÉg heiti Mara. Þetta er sagan mín.

Ég var lítil stúlka, 13 ára. Ég bjó við öryggi og lífið var gott. En dag einn kom ókunnur maður í heimsókn til föður míns.

Þeir sátu allan daginn og töluðu saman, hlógu og rökræddu. Ég vissi ekki að um kvöldið ætti ég eftir að verða brúður þessa manns. Daginn eftir þurfti ég að kveðja fjölskyldu mína og allt sem ég þekkti. Brúðarverðið var greitt. Ég var núna eign mannsins.

Ég var einmana og með heimþrá. Börnin fæddust eitt af öðru og maðurinn minn sló mig oft. Ég var svo þreytt á að verar misnotuð. Þreytt á að ala börn.

Svo dag einn birtist maður sem ég þekkti úr þorpinu mínu. Hann færði mér útvarp að gjöf. Hann sagði að fólkið í þorpinu mínu talaði um Jesú og hann sýndi mér hvernig ég gæti hlustað á þátt um hann í útvarpinu.

Í hverri viku sat ég við útvarpið og hlustaði á þátt sem kallast Von kvenna. Orðin sem töluð voru geymdi ég í hjarta mér. Ég var alinn upp við að konur væru einskis virði. En í útvarpinu var sagt að ég væri dýrmæt og mikils virði.

Aðstæður mínar breyttust ekki en ég eignaðist frið. Maðurinn minn stóð allt í einu í dyrunum og horfði á mig. Eftir stutta stund sagði hann lágt: „Mér þykir þetta svo leitt, Mara.“

Hann hafði setið fyrir utan opinn gluggann þegar ég hlustaði á útvarpið. Hann hafði heyrt um Guð sem fyrirgefur syndir og núna bað hann mig fyrirgefningar. Hann sá að Guð hafði breytt mér og vildi að Guð breytti honum líka.

Útvarpskristniboð hefur að markmiði að segja fólki að það sé dýrmætt og að Guð elskar það. Þættirnir Von kvenna nær til kvenna og karla, óháð menningu og félagslegri stöðu í samfélaginu. Kristniboðssambandið styður útvarpssendingar sem samstarfshreyfing okkar í Noregi, Norea Radio, fjármagnar.