Útvarpskristniboð ber árangur

posted in: Kenía | 0

Kærleiki Guðs læknar öll mein

Biturleikinn lagðist eins og svart ský yfir líf Davíðs þegar hann lamaðist. Í örvæntingu sinni varð hann að hleypa Guði inn í líf sitt.

ÚtvarpDavíð vann á búgarði í Keníu. Mestum hluta launanna eyddi hann í áfengi. Hann var drukkinn og skjögraði óstöðugur heim á leið þegar bíll ók á hann. Hann vaknaði á sjúkrahúsi. Honum var sagt að hann mætti þakka fyrir að vera á lífi. Hann hefði fengið lífið að gjöf. En lífið yrði öðruvísi en áður. Hann gat ekki gengið.

Það var bitur maður sem fór heim til sín eftir margra mánaða meðferð og endurhæfingu. Davíð bölvaði Guði fyrir slysið. Hann lét reiði sína bitna á fjölskyldu sinni. Eiginkona hans og börn urðu æ örvæntingarfyllri. Presturinn kom margsinnis í heimsókn þó svo Davíð léti skammirnar dynja á honum.

Dag nokkurn birtist presturinn og hafði með sér útvarp. Hann kveikti á því og lét það fyrir framan Davíð. Á dagskránni var þáttur á kristilegri útvarpsrás. (Trans World Radio sem Norea og SÍK styðja). Þáttarstjórnandinn náði athygli Davíðs þegar hann sagði að Guð elskaði alla menn, þó svo þeir gengju í gegnum dimman dal.

Daginn eftir hlustaði Davíð aftur á kristilegu útvarpssendingarnar og smátt og smátt varð það að vana. Að lokum tók hann á móti Jesú. Líf hans breyttist.

Núna spilar hann á gítar í söfnuðinum sínum og leggur lið eins og hann getur. Davíð tárast þegar hann hugsar um frelsarann og útvarpsþættina sem breyttu lífi hans.

(Heimild: Norea)