Categories
Fréttir

Útskrift í Kapengúría

útskrift préd. jan 16Kjellrún og Skúli Svavarsson eru nú starfandi í Kapengúría í Pókot í Keníu. Skúli hefur verið að kenna á námskeiði fyrir verðandi prédikara. Á föstudaginn var svo komið að útskriftardegi á Bibliumiðstöðinni í Kapengúra. Það var haldin mikil hátíð. 16 konur útskrifuðust sem djáknar og 18 prédikarar voru útskrifaðir eftir 4ra ára nám. Það var mikil gleði, margar ræður og margir kórar sungu. Að lokinni útskriftinni, sem tók um fjóra klukkutíma, fengu nemendurnir gjafir frá ættingjum og leiðtogum safnaðanna sem þeir koma frá. Þá voru þeir skreyttir með krönsum (jólaskrauti) eins og siður er hér. Mjög margt fólk kom í útskriftina og voru allir í hátíðarskapi, fólk söng og jóðlaði fram á kvöld.