Alfa fyrir 15-20 ára

Finnst þér trúmál spennandi? Langar þig að ræða um stóru spurningar tilverunnar um líf og dauða, tilgang og siðferði? Áttir þú barnatrú sem þú týndir í flóði efasemda? Viltu vita meira um hvaða svör kristin trú gefur við spurningum lífsins?

ALFA

Alfa er 9 vikna námskeið um grundvallaratriði kristinnar trúar. Þar gefst tækifæri til að ræða opinskátt um stóru spurningar tilverunnar. Hvers vegna erum við hér? Tekur eitthvað við eftir andlátið? Hefur lífið tilgang? Er til eitthvað rétt og rangt? Er Guð til? Er heimurinn skapaður eða orðin til af röð blindra tilviljanna? Og hver var Jesús frá Nasaret og hvað sagði hann um sjálfan sig? Getur verið að hann varpi nýju ljósi á spurnignar lífsins?

HVAR OG HVENÆR?

Námskeiðið hefst með kynningu þriðjudaginn 28. janúar 2020 kl. 20.30-21:40 á skrifstofu SÍK að Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík. Það er þáttakendum að kostnaðarlausu. Skráning fer fram >>hér<<. Ekki þarf að skrá þátttöku fyrr en eftir kynninguna. Skráning hefur ekki í för með sér skuldbindingu um að ljúka námskeiðinu.

Umsjónarmaður Alfa er Ólafur Jón Magnússon, prestur og starfsmaður SÍK.

DAGSKRÁ

Námskeiðið er haldið á þriðjudögum frá 20:30-21:40. Hvert skipti hefst með 20-30 mín. myndbandi, boðið verður upp á hressingu á meðan. Eftir myndbandið skiptum við í 5-10 manna hópa og ræðum saman um efni myndbandsins.

Föstudagskvöldið 7. mars og hluta úr degi 8. mars verða samtals fjögur myndbönd sýnd og rædd í hópum. Einnig munum við gera eitthvað annað skemmtilegt saman sem hópur.

Dagskrá Alfa er svona:

 • Kynningarkvöld 28. janúar – Lífið: Er allt sem sýnist?
 • 4. febrúar – Jesús: Hver er það?
 • 11. febrúar – Krossinn: Hvers vegna var Jesús tekinn af lífi?
 • 18. febrúar – Trú: Hvernig get ég treyst?
 • 25. febrúar – Bæn: Hvers vegna og hvernig?
 • 3. mars – Biblían: Hvers vegna og hvernig að lesa í Biblíunni?
 • 7. mars – Föstudagskvöld:
  • Andinn: Hvað er heilagur andi og hvað gerir hann?
  • Fyllt: Hvernig get ég fyllst anda Guðs?
 • 8. mars – Laugardagur
  • Nýtt líf: Hvernig get ég gert sem mest úr lífi mínu?
  • Illska: Hvernig get staðist hið illa?
 • 10. mars – Að segja frá: Hvers vega og hvernig ætti ég að segja öðrum frá?
 • 17. mars – Lækning: Læknar Guð fólk í dag?
 • 24. mars – Kirkjan: Hvað með kirkjuna?

UM SÍK

SÍK – Samband íslenskra kristniboðsfélaga var stofnað 1929 og eru samtök smærri félaga og hópa fólks sem vill styðja og senda kristniboða til starfa á svæðum erlendis þar sem kristin kirkja hefur ekki enn skotið rótum. SÍK eru sjálfstæð félagasamtök sem starfa á sama grundvelli og Þjóðkirkja Íslands.

Innanlands stendur SÍK fyrir vikulegum samkomum á miðvikudögum í Kristniboðssalnum að Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík. Á sama stað er boðið upp á íslenskukennslu fyrir nýbúa, flóttafólk og hælisleitendur tvisvar í viku. Auk þess eru haldnir margs konar fræðslu- og fjáröflunarviðburðir í tengslum við kristniboðsstarfið.

Nánari upplýsngar um starfsemi okkar er að finna hér á síðunni og í síma 533 4900.