*Klúbburinn, barnastarf fyrir 11-13 ára verður ekki á dagskrá vorið 2020.

ALFA FYRIR 15-20 ÁRA

SÍK stendur fyrir Alfa á vorönn 2020 fyrir 15-20 ára. Alfa fyrir 15-20 ára er 9 vikna námskeið um grundvallaratriði kristinnar trúar og að þessu sinni verður notast við myndbandsefni sem sérstaklega er sniðið að reynsluheimi ungs fólks. Boðið er upp á umræður í hópum um umræðuefni sem myndböndin gera inngang að.

Kynningarkvöld verður þriðjudaginn 28. janúar kl. 20:30-21:40. Ekki þarf að skrá sig til þess að koma á kynninguna. Námskeiðið byrjar svo viku síðar 4. febrúar frá kl. 20:30-21:40.

Skráning og nánari upplýsingar

Skráning fer fram >>hér<<. Ekki þarf að skrá þátttöku fyrr en eftir kynninguna. Skráning hefur ekki í för með sér skuldbindingu um að ljúka námskeiðinu.

Umsjónarmaður Alfa er Ólafur Jón Magnússon, prestur og starfsmaður SÍK.

Nánari upplýsingar er að finna á www.sik.is/alfa-ungmenni

UL20

Dagana 21.-25. júlí 2020 heldur NLMung árlegt landsmót sitt í skemmtigarðinum Kongeparken í útjaðri Stavanger. Dagskrá mótsins miðast við 16-30 ára. Mótið hefur upp á að bjóða góða fræðslu grundvallaða á Biblíunni, spennandi fyrirlesara frá ýmsum heimshornum og magnaðar lofgjörðarstundir. Þar fyrir utan er hægt að taka þátt í mörgum spennandi dagskrártilboðum s.s. go-kart, brimbrettakennslu, klifur, dans og göngu upp á Preikestolen í stórbrottinni náttúru. Á mótinu hafa þátttakendur mikið frelsi til að velja úr dagskrártilboðum og mörg tækifæri til að kynnast norskum jafnöldrum sínum.

SÍK skipuleggur ferð á mótið og útvegar fararstjóra. Auk þess er unnið að því að bjóða upp á íslenska túlkun í stað enskrar túlkunar sem er í boði en mótið fer aðallega fram á norsku.

>>Nánari upplýsingar og skráning hérna<<