Tónlistarsamvera tileinkuð minning Lilju S. Kristjánsdóttur og trúarljóðum hennar

Sunnudaginn 22. apríl kl. 17 efnir Ljósbrot, sönghópur KFUK, til tónlistarsamveru í Grensáskirkju til að heiðra minningu Lilju S. Kristjánsdóttur en 11. maí n.k. verða 95 ár liðin frá fæðingu hennar. Sönghópur KFUK, Ljósbrot, flytur lög við ljóð eftir Lilju S. Kristjánsdóttur, flest frumsamin af Keith Reed sem einnig stjórnar kórnum. Laufey Geirlaugsdóttir og Bryndís Mjöll Schram Reed syngja einsöng. Flutt verða minningarbrot úr lífi Lilju sem var dygg kristniboðskona og studdi við starfið heima og heiman af lífi og sál.

Sameiginleg sunnudagssamkoma SÍK og Salts fellur inn í minningartónleikana. Boðið verður upp á barnastarf í Grensáskirkju meðan á samkomu stendur eins og venjulega á sunnudagssamkomum Salts og SÍK. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum til kristniboðsins.