Categories
Fréttir

Tónleikar Eyerusalem Negiya

Eþíópska tónlistarkonan Eyerusalem Negiya mun halda tónleika í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu laugardaginn 9. mars kl 17. Tónleikarnir eru hluti af árlegri kristniboðsviku Kristniboðssambandsins en eru í samstarfi við vini okkar í Fíladelfíu.

Tónlist Eyerusalem er mjög fjölbreytt og er undir áhrifum frá jazz, blues, gospel og ekki síst eþíópskum þjóðlagarfi. Eyerusalem er þekkt nafn í kristna tónlistarheiminum í Eþíópíu Hún hefur þegar gefið út tvær plötur með eigin efni og er sú þriðja í vinnslu. Tónlistina hennar má nálgast á youtube og Spotify.

Fólk er hvatt til að koma á tónleikana og njóta tónlistar þessarar frábæru söngkonu.