Það er alveg satt! – væntanleg um helgina

Bókin, Það er alveg satt!, ævisaga og minningar kristniboðanna Kjellrunar Langdal og Skúla Svavarssonar, kemur loks út nú um helgina og verður kristniboðsstund á sumarmótinu að Löngumýri, kl. 17 á laugardag e.k. útgáfuhátíð. Áskrifendur geta fengið bókina afhenta á mótinu en aðrir fá hana væntanlega senda eða geta sótt hana eftir 10. ágúst á skrifstofu SÍK, hugsanlega fyrr á Basarnum.