„Það er alveg satt!“ á lokaspretti

posted in: Fréttir | 0
Skúli á yngri árum í Eþíópíu

Stefnt er að útgáfu bókarinnar „Það er alveg satt!“ – um ævi og störf kristniboðanna Skúla Svavarssonar og Kjellrunar Langdal um mánaðrmótin apríl/maí. Vigfús Ingvar Ingvarsson er að mestu tilbúinn með handrit og myndaöflun langt komin. Enn er hægt að skrá sig á heillaóskaskrá. Það er gert með því að senda póst á sik@sik.is og gefa upp nafn eða nöfn (t.d. hjón saman). Greiða má með því að leggja inn á reikning bókaútgáfunnar Salt ehf, kt. 600678-0789, reikningsnúmer 0117-26-017475. Kvittun sendist á sama netfang og greiðsla merkist: BokSSKL. Verð fyrir þau sem panta eða kaupa fyrirfram og greiða er kr. 6.000.