Tæplega 30 Íslendingar á fjölmennu móti í Noregi

posted in: Óflokkað | 0

IMG_2795

Nú er að hefjast fjölmennt, líklega fjölmennasta kristilega æskulýðsmót Norðurlanda, sem haldið er í Randaberg fyrir utan Stafangur í Noregi. Tæplega 30 Íslendingar munu taka þátt í mótinu og flestir komnir á staðinn. Mótið er á vegum NLM Ung, ungliðahreyfingu samstarfssamtaka SÍK í Noregi. Íslendingar sleppa við að greiða mótsgjald til að koma til móts við kostnað við ferðir og fleira. Fylgjast má með helstu dagskrárliðum á vefsíðu Norea.