Sunnudagssamkomur í Kristniboðssalnum

Sunnudagssamkomur á vegum Kristniboðssambandsins og Salt kristins samfélags hefjast aftur eftir sumarfrí í Kristniboðssalnum sunnudaginn 11. ágúst og verða alla sunnudaga í vetur kl 17. Fyrsta samkoma vetrarins verður helguð lofgjörð og bæn fyrir starfinu í vetur. Bjarni Gunnarsson og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir leiða lofgjörðina og samvera fyrir börnin verður í umsjá Margrétar Helgu Kristjánsdóttur.
Athugið að ekki verður boðið upp á mat eftir samkomur í ágúst.
Komum og eigum saman gott og uppbyggilegt samfélag 
Allir hjartanlega velkomnir 

Dagskrá samkomanna í ágúst:

11. ágúst Lofgjörðar og bænasamkoma

18. ágúst Vitnisburðarsamkoma

25. ágúst Ein,tveir og þrír! Kynning á vetrarstarfinu