Sunnudagssamkoma 18. ágúst kl 17

Vitnisburðarsamkoma- Hvað hefur Guð gert fyrir mig?

Á samkomunni gefst tækifæri til að vitna um það sem Guð hefur gert í lífi okkar. Það er mikil blessun og uppörvun fólgin í því að heyra hvernig Guð mætir einstaklingum í kringum okkur í daglegu lífi og einnig blessun að fá að vitna fyrir öðrum.

Sigurður Bjarni Gíslason leiðir lofgjörðina.

Samvera verður fyrir börnin á meðan samkoman stendur yfir í umsjá Margrétar Helgu Kristjánsdóttir

Sunnudagssamkomur í Kristniboðssalnum eru á vegum Salts kristins samfélags og Kristniboðssambandsins

Allir hjartanlega velkomnir!