Sumartónar í beinu streymi 1. maí

Áratuga hefð er fyrir því að kristniboðsfélag kvenna haldi kaffisölu 1. maí ár hvert, til fjáröflunar fyrir starfið. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður því miður að fella niður kaffisöluna í ár. Í staðinn ætlum við þennan dag að streyma beint frá kristniboðssalnum kl. 17. Við getum því miður ekki streymt til ykkar kaffi og kökum en vonandi fallegum tónum sem næra sálina.
Kaffisalan er venjulega ein af aðalfjáröflunum starfsins og því töluverður tekjumissir fyrir Kristniboðssambandið að ekki geti orðið af henni. Við hvetjum því alla sem hefðu komið á kaffisöluna til að milifæra andvirðið í staðinn á reikning SÍK, setjast niður með góðan kaffibolla og kökusneið heima og njóta 🙂

Reikningsnr. 0117- 26- 002800
kt. 550269- 4149

Fram koma:
Sálmavinafélagið skipað þeim Bjarna Gunnarssyni, Rúnu Þráinsdóttur, Öglu Mörtu Sigurjónsdóttur og Helgu Vilborgu Sigurjónsdóttur

Bryndís Schram Reed og Keith Reed

Benedikt Guðmundsson
Dagný Guðmundsdóttir
Margrét Helga Kristjánsdóttir og
Jóel Kristjánsson