Sumarmót á Löngumýri

posted in: Fréttir, Heimastarf | 0

Árlegt sumarmót Kristniboðssambandsins að Löngumýri í Skagafirði verður að þessu sinni dagana 8.-10. júlí eða um viku fyrr en oft hefur verið. Skráning fer fram á Löngumýri í síma 453 8116. Þar fæst uppgefið verð en það ræðst af því hvort fólk sefur inni eða í tjaldi, kaupir mat eða tekur með sér nesti að öllu leyti eða hluta.

Dagskrá mótsins er sem hér segir:

Föstudagur 8. júlí

19:00 Súpa og brauð fyrir þátttakendur sem mættir eru á staðinn

21:00  Upphafssamvera. Séra Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur hefur hugvekju

Kvöldsopi

Laugardagur 9. júlí

8:30 Bænastund

9:00 Morgunmatur

10:00  Biblíulestur í umsjá séra Guðmundar Guðmundssonar

12:00 Hádegismatur

15:30 Síðdegiskaffi

17:00  Kristniboðsstund í umsjá Leifs Sigurðssonar kristniboða

19:00 Kvöldmatur

21:00  Vitnisburðarstund í umsjá Kristniboðsfélags karla

Kvöldsopi

Sunnudagur 10. júlí  

8:30 Bænastund

9:00 Morgunmatur

11:00  Guðsþjónusta í Glaumbæjarkirkju. Séra Gísli Gunnarsson þjónar fyrir altari og Leifur Sigurðsson kristniboði prédikar

12:45 Hádegismatur

14:00  Lokastund. Katrín Ásgrímsdóttir hefur hugleiðingu.

Kaffisopi og brottför