Sumarmót á Löngumýri 14.-16. júlí

posted in: Fréttir, Heimastarf | 0

Árlegt sumarmót Kristniboðssambandsins verður að þessu sinni helgina 14.-16. júlí að Löngumýri í Skagafirði. Mótið er öllum opið og yfirleitt myndast einlægt og gott samfélag á staðnum þó svo fólk komi úr ólíkum áttum. Þátttakendur geta dvalið innanhúss eða í tjöldum, keypt fullt fæði, tekið með sér nesti og eigin mat eða keypt mat að hluta. Verð fyrir mann inni í uppábúnu rúmi er 13.000 kr. fyrir eina nótt og 21. 000 fyrir tvær nætur, sem er verð án fæðis. Fullt fæði á mann er 17.00 kr. Svefnpokapláss án fæðis er 7.000 kr. nóttin. Tjaldstæði á mann fyrir nótt er 1.500 án fæðis. Rafmagn fyrir hjólhýsi/bíl er 1.000 krónur sólarhringurinn. Mótsgjald er kr. 3.000 fyrir þátttakendur sem ekki gista inni. Skráning á mótið fer fram á Löngumýrarskóla í síma 453 8116 og þar eru einnig nánari upplýsingar um stakar máltíðir og aðstöðuna en takmarkaður herbergjafjöldi er á staðnum.

Dagskrá mótsins er nokkuð hefðbundin og verður sem hér segir:

Föstudagur 14. júlí

21:00 Upphafssamkoma. Katrín Ásgrímsdóttir hefur hugleiðingu.

Laugardagur 15. júlí

10:00 Biblíulestur í umsjá séra Guðmundar Guðmundssonar héraðsprests. Umræður og samfélag í hópum í framhaldi hans.

17:00 Kristniboðssamkoma. „Ógleymanleg ferð til Eþíópíu.“ Séra Guðmundur Karl Brynjarsson segir frá heimsókn til Eþíópíu í febrúar sem leið.

21:00 Vitnisburðarstund í umsjá Kristniboðsfélags karla.

Sunnudagur 16. júlí

11:00 Guðsþjónusta í Miklabæjarkirkju. Séra Dalla Þórðardóttir þjónar fyrir altari og séra Ólafur Jóhannsson prédikar.

14:00 Lokastund. Séra Ólafur Jóhannsson hefur hugleiðingu.  

Sambænastundir verða á morgnana fyrir morgunmat, nánar auglýstar á staðnum.