Streymi frá Kristniboðssalnum miðvikudaginn 5. janúar. Engin samkoma.

Vegna stöðunnar í samfélaginu höfum við ákveðið að fella niður samkomur í Kristniboðssalnum til að byrja með nú í janúar en við munum reyna að streyma efni á samkomutíma í staðinn. Annað kvöld, miðvikudaginn 5. janúar, verður Kvöldstund í Kristniboðssalnum í umsjón Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur og Bjarna Gunnarssonar streymt kl. 20:15

Við vonum að við getum fljótlega tekið aftur á móti fólki í salinn því það er ekkert sem kemur í stað samfélagsins. Við biðjum ykkur vinsamlegast að fylgjast með hér á síðuni eða á samfélagsmiðlum með framvindu mála þar sem erfitt er að skipuleggja langt fram í tímann þessa dagana.

Við minnum á að gjafir til starfsins má leggja inn á reikning SÍK 0117- 26- 002800 kt 550269- 4149