Starfsþjálfun guðfræði- og djáknakandidata

Árlega, þegar vora tekur, kemur hópur guðfræði- og djáknanema í starfsþjálfun á vegum Þjóðkirkjunnar í kynningu og heimsókn til Kristniboðssambandsins. Hópurinn í morgun var óvenjustór eða samtals 13 manns. Kristján Þór Sverrisson kynnti þeim starfið, líf kristniboða og svaraði spurningum. Öll fengu þau bókin Garja og fleira fólk á förnum vegi eftir Gunnar Hamnöy að gjöf, en þar eru frásagnir frá Eþíópíu, Keníu og fleiri löndum. Við biðjum þeim blessunar Guðs á akri Drottins í framtíðinni.