Söfnun vegna flóða í Addis Abeba

Eins og við sögðum frá á facebook síðu okkar í síðustu viku urðu mikil flóð inn á lóð háskóla Mekane Yesus kirkjunnar í Addis Abeba þann 16. ágúst. Mekane Yesus er okkar kirkja í Eþíópíu og íslenskir kristniboðar hafa búið og starfað á skólanum. Um 100 manns misstu heimili sín og aleigu í þessu flóði auk þess sem margir særðust og átta létu lífið, þar af þrjú börn. Ýmsar krikjur og kristniboðshreyfingar sem tengjast kirkjunni og skólanum hafa staðið fyrir söfnun til styrktar fórnarlömbum flóðsins og nú hefur hálf milljón birra (um 1,5 milljónir ísl. kr.) safnast sem hafa nýst til þess að kaupa dýnur, teppi og rúmföt. Enn er þó mikil þörf fyrir bæði fyrirbæn, andlegan og fjárhagslegan stuðning. Hægt er að leggja söfnunnni lið með því að leggja inn á reikning Kristniboðssambandsins 0117- 26- 002800 kt. 550269- 4149 og merkja færsluna Mekane Yesus. SeminaryMunum áfram eftir fórnarlömbum flóðsins í bænum okkar♥