Söfnun eftir aurskriður í Pókot

posted in: Fréttir, Kenía | 0

Um síðustu helgi féllu þrjár aurskriður í Pókothéraði í Keníu eftir langvarandi rigningar og úthelli. Skriðurnar tóku með sér hús, fólk og skepnur. Staðfest er að 43 eru látnir og alla vega 15 saknað. Aðrir lentu á spítala. Fólk hefur misst lífsviðurværi sitt, hús og akra. Samstarfskirkjan í Pókot hefur sent beiðni um hjálp til að hjálpa nauðstöddum. Mest þörf er fyrir mat og teppi auk annarra nauðsynja.

Til að svara ákallinu hrindir SÍK af stað 10 dag söfnun fyrir þessu verkefni enda hefur SÍK verið með starf á svæðinu í 40 ár og mikilvægt að geta lagt lið í erfiðleikum sem þessum. Til að leggja sitt af mörkum er einfaldast að leggja inn á reikning 0117-26-009000 í Landsbankanum. Kennitalan er 550269-4149. Æskilegt er að merkja gjöfina „Pókot19“.