Categories
Óflokkað

Skúli Svavarsson kristniboði er áttræður í dag

Skúli Svavarsson kristniboði er áttræður í dag og sendum við honum innilegar hamingjuóskir með bæn um blessun og frið – með þakklæti fyrir langa þjónustu í þágu krisntiboðsins.

Skúli starfaði ásamt eiginkonu sinni, Kjellrunu Langdal í áratugi að kristniboði í Eþíópíu og Keníu, auk þjónustu hans hér heima en hann var framkvæmdastjóri SÍK um árabil, til ársins 2005. Auk þess hafa þau sinnt ýmsum sjálfboðastörfum á liðnum árum, bæði hér heima og í Keníu. Skúli og Kjellrun eru að heiman í dag.

Í tilefni af þessum tímamótum, og því að SÍK verður 90 ára á árinu, ákvað stjórnin í fyrra að fara þess á leit við séra Vigfús Ingvar Ingvarsson að skrifa ævisögu þeirra hjóna. Er hún í vinnslu og kemur vonandi út í haust. Bókin verður kynnt betur á næstunni og eins hvernig fólk getur skráð sig á heillaóskaskrá. Vinnutitill hennar er Kallinu hlýtt.