Sjónvarpsstöðin Sat-7 fær aðgang að nýjum gervihnetti

Kristilega gervihnattasjónvarpsstöðin Sat-7 á farsi (persnesku) sendir nú út beint á Yahsat, vinsælasta sjónvarpsgervihnetti í Íran. Tíu milljón heimili af 20 milljónum, sem hafa aðgang að gervihnattasjónvarpi, horfa á Yahsat.

„Þetta hefur verið draumur okkar í mörg ár þar sem vinsældir Yahsat aukast stöðugt og við munum ná til mjög margra nýrra áhorfenda í Íran og í Mið-Asíu,“ segir framkvæmdastjóri Sat-7 á farsi, Panayiotis Keenan.

Panayiotis Keenan

Yahsat notar tækni sem krefst minni og ódýrari gervihnattadisks. Auk þess hafa gæði og fjölbreytni útsendinga leitt til þess að æ fleiri beina diskum sínum þangað.

Sat-7 á farsi er eina kristilega sjónvarpsstöðin sem sendir út á Yahsat og getur nú tvöfaldað áhorf sitt. Auk þess getur stöðin framleitt myndir í meiri gæðum og jafnvel með HD skerpu í framtíðinni. Daglegur úttsendingatími stöðvarinnar tvöfaldast líka og því hægt er að búa til nýja þætti.

Sat-7 á farsi hefur sent út kristilega dagskrá í tíu ár. Ein helsta ástæða þess að stöðin fær að nota Yahsat er traustið sem hún nýtur á svæðinu.

 

(Heimild: Sat.org)