Sjónvarpskristniboð

posted in: Óflokkað | 0

Sat-7 pensillSegir biblíusögur með pensli

Barnarásin á Sat-7 sendir út þáttinn Lilla málar. Hann var frumsýndir í sumar í Íran.

Areezoo sem býr til þættina vill boða börnum fagnaðarerindið með því að mála og segja frá um leið. Hver þáttur er 20 mínútna langur og tekur fyrir eina sögu úr Biblíunni. Arezoo er með alls konar liti og pensla hjá sér í myndverinu og hvetur börn til að fylgja fordæmi hennar og segja frá trú sinni í gegnum myndlist.

Ljós í dimmum heimi
„Við vonum og biðjum þess að börn gleðjist við að horfa á þættina. Við vonum að þau noti ekki bara myndlistarhæfileika sína heldur að þau læri líka mikilvæg biblíuleg sannindi. Við vonum að okkur takist að gera þau að ljósi í dimmum heimi“, segir Nikoo Ordodary, þáttagerðarstjórnandi á Sat-7 á farsi-tungumálinu.

Útsending þessara þátta er mikilvægt skref fyrir sjónvarpsrásina sem stefnir að útsendingum kristinna þátta allan sólarhringinn fyrir börn sem tala farsi.