Sjónvarpskristniboð – Von handa vonlausum ungmennum

Stór hluti ungs fólks í Mið-Austurlöndum þarf að yfirstíga miklar hindranir á sviði menntunar, atvinnu og einkalífs. Margir upplifa mikið vonleysi. Ungmennaþættir SAT-7 hvetja unga fólkið til að beina sjónum sínum að Jesú Kristi og leita vonar í honum.

15-30 ára fólk í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku er hærra hlutfall íbúa en nokkru sinni fyrr. Þetta nettengda unga fólk þráir að láta hina miklu hæfileika sína njóta sín.

En skortur á vandaðri menntun auk mikils atvinnuleysis halda mörgum niðri. Vonleysi ríkir og dregur úr líkum á að unga fólkið leggi jákvæða hluti af mörkum til samfélagsins og gerir það um leið hallara undir allskonar öfgastefnur.

Margir alast upp í kringumstæðum þar sem óreiða og ofbeldi ríkir og sjá ekki ávöxt þeirrar trúar sem þeir ólust upp við sem góðan kost; þess vegna eru margir opnir fyrir nýjum leiðum.

Það er svör að fá
Nýr þáttur á SAT-7 á arabísku vísar örvæntingarfullum og leitandi ungmennum á kærleika Krists í þætti sem heitir Spurt og svarað um kristna trú.

Í þættinum er leitast við að veita stutt og kjarnyrt svör um kristna trú þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi. Þátturinn er ætlaður þeim sem eru nýir í trúnni eða glíma við efa. Á meðal  þeirra spurninga sem unga fólkið hefur lagt fram eru: „Er Jesús Guð?“ og „Er Biblían orð Guðs?“

Koptískur prestur að nafni Bishoy Helmy er á meðal þeirra sem svara spurningum unga fólksins. Í gegnum svör hans skín viska, trú og glettni. Fulltrúar flestra kirkjudeilda svara og leiðbeina ungum áhorfendum til vonarríkrar framtíðar.

SAT-7 á farsi eða persnesku sem sendir til Írans og Afganistan er með þátt fyrir ungmenni sem heitir „Forbidden Questions“ eða óleyfilegar spurningar, og er ætlaður ungmennum sem játa kristna trú en geta hvergi snúið sér með spurningar sínar og efasemdir. Í þættinum er unga fólkið hvatt til að skammast sín ekki fyrir efasemdir og að spyrja um allt sem kann að hvíla því á hjarta.

Framleiðslustjóri þáttanna, Moe Pooladfar ,segir:  „Við erum að skapa unga fólkinu farveg fyrir spurningar sínar og hvetjum það til að spyrja líka í fjölskyldum sínum, kirkjum, smáhópum. Að láta ekki stýrast af efasemdum heldur leit að sannleikanum. Því eins og segir í orði Guðs þá mun sannleikurinn gera okkur frjáls.“

(Heimild Sat7.org)