Sjálfboðaliðar óskast í útburð Kristniboðsfrétta og almanaks

Ræktin lokuð, sundlaugarnar lokaðar. Þarftu að hreyfa þig en vantar eitthvað til að koma þér af stað? Hvernig væri að slá tvær flugur í einu höggi, heilsubætandi gönguferð og leggja kristniboðsstarfinu lið á sama tíma.

Okkur vantar sjálfboðaliða til að bera út Kristniboðsfréttir sem koma út núna á næstu dögum auk kristniboðsalmanaksins 2021. Með því að leggjast á eitt má með þessu spara Kristniboðssambandinu umtalsverða fjárhæð sem færi annars í póstkostnað.

Vinsamlegast hafðu samband við okkur á skrifstofunni í s. 533 4900 eða á sik@sik.is ef þú hefur tök á að taka þátt í þessu sekmmtilega og gefandi verkefni 🙂 Þau póstnúmer sem helst vantar sjálfboðaliða eru efftirfarandi: (einnig kæmu önnur póstnúmer til greina svo það er um að gera að hafa samband ef þú vilt taka þátt) 101, 170, 109, 111, 112, 113, 200, 201, 210, 225, 270, 300, 800, 810, 600, 603