Samkomur í sumar

Nú flykkjast margir í sumarfrí og því bæði færri sem sækja samkomur og erfiðara að fá fólk til að taka að sér hlutverk. Miðvikudagssamkomur verða því með aðeins breyttu sniði í sumar auk þess sem gert verður stutt hlé seinni hluta júli. Miðvikudagskvöldin 1. 8. og 15. júlí verða samverur þar sem lesnir verða valdir textar úr ritningunni og þeir ræddir og svo verður endað með bænastund. 21. júlí og fram yfir verslunarmannahelgi gerum við svo hlé á samkomuhaldi en fyrsta samkoman eftir sumarfrí verður miðvikudaginn 12. ágúst. Þá verður óskalagastund í umsjá hjónanna Ástu Schram og Keith Reed og mun Ásta jafnframt hafa hugleiðingu. Við minnum svo á Löngumýrarmótið 17.- 19. júlí og hvetjum alla til þess að koma þangað og njóta samfélagsins og nærast í Guðs orði.

Kristniboðsmót verður haldið á Löngumýrir í Skagafirði helgina 17.- 19. júli