Samkoma og kjötsúpukvöld 20. september

Miðvikudagskvöldið 20. september heldur Kristniboðsfélag karla árlegt kjötsúpukvöld til styrktar starfinu.
Það kostar 3000 kr á manninn og allur ágóðinn fer beint til kristniboðsins. Borðhald hefst kl. 19
Ekki þarf að skrá sig- bara mæta með bros á vör og góða kjötsúpulyst ???? Eftir kjötsúpuna er svo upplagt að sitja áfram og njóta samfélagsins á samkomu þar sem hjónin Ásta Bryndís Schram og Keith Reed segja frá skemmtilegri ferð til Ítalíu þar sem þau ásamt hópi fólks ferðuðust um og boðuðu fagnaðarerindið í gegnum söng og tónlist.
Allir hjartanlega velkomnir bæði í kjötsúpu og á samkomu